Lýsingar vitna vöktu óhug í dómsal

Þrír létust í brunanum, tvær konur og einn karlmaður, öll …
Þrír létust í brunanum, tvær konur og einn karlmaður, öll erlend. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lýsingar vitna sem komu fyrir dómara á því sem gerðist í brunanum á Bræðraborgarstíg 25. júní í fyrra vöktu óhug meðal þeirra sem viðstaddir voru. Eitt vitnanna lýsti því að hann hefði séð nágrannakonu sína logandi á gangi hússins þegar hann varð eldsins var og opnaði herbergishurð sína fram á gang, eins og segir í frétt RÚV um málið.

Aðalmeðferð hófst í morgun og verður þinghaldi áfram haldið á morgun og miðvikudag en málflutningur hefst á föstudag.

Marek Moszcynski.
Marek Moszcynski. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðamesta morðmál Íslandssögunnar

Málið er viðamesta morðmál Íslandssögunnar, aldrei áður hefur nokkur verið ákærður fyrir að bana þremur, en Marek Moszczynski, 64 ára gamall Pólverji, er ákærður fyrir þrefalt morð og tífalda manndrápstilraun. Hann neitar sök.

Níu fyrrum íbúar í húsinu báru vitni gegn Marek í morgun og eru þeir allir erlendir, pólskir, rúmenskir eða afganskir, og bjuggu allir á 2. og 3. hæð hússins.

Þá var skýrsla tekin af fyrrum vinnuveitanda Mareks sem hafði aðstoðað hann að komast í magaspeglun vegna magasárs sem hann hafði kvartað undan. Hann lýsti því að Marek hafi gjörbreyst eftir vistina á sjúkrahúsi og hann hefði komið til hans daginn fyrir brunann og talað hratt og hátt og klæðst litríkum fötum. Daginn eftir, daginn sem bruninn varð, birtist Marek á glugganum hjá fyrrnefndum yfirmanni alveg trítilóður og mjög ör.

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert