Bílaleiga Akureyrar kaupir 800 nýja bíla á þessu ári

Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar.
Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar.

Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, vonast til að staðan verði þokkaleg síðsumars hvað ferðaþjónustuna varðar.

„Það fóru að detta inn bókanir um og eftir páska. Þetta fer hægt og rólega af stað og er í takt við okkar áætlanir. Ég geri ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði á bilinu 5-600 þúsund í ár. Þetta ferðamannaár verður álíka og í fyrra. 2020 byrjaði vel og svo var sumarið ágætt. Ég á samt ekki von á að ferðaiðnaðurinn komist á neinn skrið fyrr en á næsta ári.“

Bílaleiga Akureyrar gíraði sig niður á síðasta ári og seldi eldri bíla. „Við keyptum líka 800 bíla á síðasta ári og munum kaupa annað eins í ár. Við ætluðum að kaupa 1.200-1.300 bíla í fyrra en færðum hluta þeirra yfir á þetta ár. Við kaupum samtals 1.600-1.700 bíla, sem er ágætis endurnýjun. Við erum klárlega með nýjasta flotann. Við viljum halda flotanum eins nýjum og mögulegt er,“ segir Steingrímur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert