Mikil ákefð í eldgosinu

Eldurinn kraumar í gígnum og hraunelfurin streymir fram litrík og …
Eldurinn kraumar í gígnum og hraunelfurin streymir fram litrík og af miklum þunga. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil ákefð var í eldgosinu í Geldingadölum í kvöld og litbrigði jarðarinnar sterk í ljósaskiptunum. Þetta sást vel þegar tíðindamaður mbl.is flaug yfir gosstöðvarnar á tíunda tímanum í kvöld.

Mest virkni er í gíg syðst á svæðinu og frá honum rennur mikil hraunelfur út á víðáttuna. Talið er að eldstólpar frá gígnum nái allt að 50 metra hæð, en þeir eru mjög tilkomumiklir að sjá. Úr lofti mátti einnig sjá umferð fólks og bíla nærri glóandi hrauninu sem nú nær yfir sífellt stærra svæði.

Hundruð ef ekki þúsundir fólks leggja leið sína að gosstöðvunum á degi hverjum og ætla má að margir verði á ferðinni næstu daga, enda er veðurspáin góð. Þá eru margir flugmenn á sveimi yfir eldgosinu.

„Útsýnisferðir sem við bjóðum eru eftirsóttar,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air sem fór í flugtúr í kvöld. 

Sjónarspil í kvöldhúminu.
Sjónarspil í kvöldhúminu. mbl.is/Sigurður Bogi
Flugmenn kvöldsins. Sindri Ólafsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.
Flugmenn kvöldsins. Sindri Ólafsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert