Vaktavinnan stytt á 700 vinnustöðum

Stytting vinnuviku vaktavinnufólks mun m.a. hafa umtalsverð áhrif meðal lögreglumanna. …
Stytting vinnuviku vaktavinnufólks mun m.a. hafa umtalsverð áhrif meðal lögreglumanna. Unnið er aðheildarmati sem gengur undir nafninu Gullinbrú á áhrifum breytinganna á mönnun í vaktavinnu og á kostnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekist hefur að útfæra styttingu vinnuviku á níunda þúsund starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum sem vinna vaktavinnu og munu breytingarnar taka gildi fyrir alla starfshópa 1. maí næstkomandi.

Meginbreytingin verður sú að með nýju skipulagi vinnutímans í vaktavinnu, sem nær til um 700 stofnana hjá hinu opinbera, styttist vinnuvika fólks í fullu starfi úr 40 í 36 virkar stundir og í sumum tilvikum, t.d. í næturvinnu, getur hún farið niður í 32 stundir. Jafnframt mun launamyndun vaktavinnufólks taka mið af fleiri þáttum en áður.

„Þetta er bara allt að ganga upp. Verkefnið hefst 1. maí,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir, sem leiðir verkefnisstjórn sem hefur haft með höndum heildarskipulag og daglega umsýslu þessa verkefnis.

Stytting vinnutíma dagvinnufólks hjá ríki og sveitarfélögum tók gildi um seinustu áramót en útfærsla á styttingu vinnutíma vaktavinnufólks er mun flóknara verkefni og hafa margir komið að undirbúningsvinnunni á umliðnum mánuðum. Hafa t.a.m. verið haldnir um 400 manna fundir um hvert skref innleiðingar þessara breytinga á hverjum miðvikudegi með stjórnendum hjá hinu opinbera og fundir með fulltrúum launafólks eru haldnir annan hvern föstudag, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert