Kostnaður ríkisins við styttingu 4,2 milljarðar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kostnaður ríkissjóðs við breytingar á vaktavinnu starfsfólks og styttingu vinnuvikunnar hjá stofnunum þess er nú áætlaður um 4,2 milljarðar á ári.

Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur á Alþingi í gær. Styttingin tekur gildi 1. maí.

Meginþorri vaktavinnufólks hjá ríkinu vinnur í heilbrigðiskerfinu eða við löggæslu. Fram kom í máli Bjarna að þetta kostnaðarmat byggðist á þeim forsendum að ný stöðugildi yrðu mönnuð með starfsfólki í hlutastarfi sem yki við sig starfshlutfall ásamt nýráðningum og drægi úr yfirvinnu um sem nemur 5%.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni verkefnið gríðarlega spennandi og stórmál fyrir vaktavinnufólk en þyrfti eftir sem áður að vera í samræmi við forsendurnar sem gengið var út frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert