Umboðsmaður hættir athugun á tjáningarfrelsi

Almennri athugun á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna er hætt og beðið …
Almennri athugun á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna er hætt og beðið eftir reynslu af nýjum kafla um tjáningarfrelsi, þagnarskyldu o.fl. sem tekinn var upp í stjórnsýslulög. mbl.is/Golli

Umboðsmaður Alþingis telur rétt að hætta almennri athugun á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna í þeim farvegi sem málinu hefur verið markaður.

Telur hann rétt að bíða og sjá hver reynslan verður af lögfestingu nýs ákvæðis um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna í stjórnsýslulögunum, að því er segir á vef umboðsmanns Alþingis.

Af og til hafa umboðsmanni borist ábendingar og kvartanir þar sem álitamálið er hvort stjórnendur opinberra stofnana hafi með afskiptum sínum og inngripum takmarkað stjórnarskrárbundið tjáningarfrelsi starfsmanna þeirra.

Mega láta í ljós hugsanir sínar með takmörkunum 73. gr.

Eru tvö slík mál rekin á vef umboðsmanns þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að meginreglan sé sú að opinberir starfsmenn eiga rétt á að láta í ljós hugsanir sínar án afskipta stjórnvalda, með þeim takmörkunum sem fram koma í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir:

„Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert