Borgin skuldar 386 milljarða króna

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Hari

Rekstur Reykjavíkurborgar hefur ekki batnað í heimsfaraldrinum, aðallega vegna þess að væntingar borgarstjórnarmeirihlutans um frekari tekjuaukningu gengu ekki eftir.

Afkoma borgarinnar var því um 15 milljörðum króna lakari en áætlanir í Ráðhúsinu gerðu ráð fyrir, niðurstaða samstæðu borgarinnar neikvæð um nær 3 milljarða, en heildarskuldir borgarinnar hafa vaxið verulega og nema nú alls um 386 milljörðum króna.

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 var lagður fyrir borgarráð í gær, sem vísaði honum til borgarstjórnar, þar sem fjallað verður um hann næsta þriðjudag.

Sorgleg niðurstaða

Samkvæmt tilkynningu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hafði heimsfaraldurinn mest áhrif á versnandi stöðu fjárhags Reykjavíkurborgar, áætlanir byggðust á frekari aukningu tekna, sem ekki hafi skilað sér.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór L. Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, þetta sorglega en ekki óvænta niðurstöðu. „Þetta er aðeins enn eitt dæmið um slæma, í raun grafalvarlega fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar í þessu fjögurra flokka samstarfi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert