Fræðsla um leyndarmál stöðvaði kynferðisofbeldi

Fjörutíu mínútna fræðslutími með ungum stúlkum í grunnskóla leiddi til þess að maður sem hafði beitt börn kynferðislegu ofbeldi var stöðvaður. Fræðslutíminn fjallaði um leyndarmál og hvaða leyndarmál eru lygi.

Guðrún Helga Bjarnadóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Nú stendur yfir árleg landssöfnun samtakanna. Markmiðið er göfugt. Að koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun á börnum.

Guðrún Helga deilir reynslu sinni af starfi með börnum í skólum víðs vegar um landið. Hún hefur oft upplifað að forvarnir og fræðsla skipta ótrúlega miklu máli. Þetta er brot úr nýjasta Dagmálaþætti mbl.is sem er aðgengilegur öllum áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is