Stórt hótel reist á þremur dögum

Hótelið nær fullreist í Reykholti.
Hótelið nær fullreist í Reykholti. Ljósmynd/Jóhann Guðni Reynisson

Það tók verktaka þrjá vinnudaga að reisa 40 herbergja hótel, alls um 1.500 fermetra að stærð, í Reykholti í Bláskógabyggð. Hótelherbergin komu tilbúin í einingum frá Noregi og fólst reisingin í að raða þeim upp.

Fyrirtækið Stök gulrót ehf. byggir hótelið sem nefnt verður Blue Hótel Fagrilundur. Fimmtíu einingar eru í hótelbyggingunni. Þær koma tilbúnar frá Moelven í Noregi og eru settar upp á undirstöður sem fyrir nokkru var lokið við að byggja. Sérstakt skip flutti einingarnar til Þorlákshafnar og þaðan var þeim ekið upp í Reykholt.

„Verkið tók þrjá vinnudaga. Við byrjuðum klukkan átta á mánudagsmorgni og lukum uppsetningunni klukkan átta á miðvikudagskvöldi,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Stakrar gulrótar ehf. í umfjöllun um hótelbyggingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Jáverk annaðist flutninginn og reisinguna ásamt 1001 verki ehf. sem svo sér um frágang byggingarinnar að innan og utan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »