Húsið á sléttunni í slipp

Hús í slippnum. Pramminn Móði er í reglubundnu viðhaldi. Í …
Hús í slippnum. Pramminn Móði er í reglubundnu viðhaldi. Í baksýn er varðskipið Týr sem nú er þar til viðgerða.

Það er ekki daglegt brauð að sjá hús í Slippnum í Reykjavík. En í vikunni var viðlega dráttar- og lóðsbáta Faxaflóahafna dregin á land.

Þetta er gert á 3-4 ára fresti, að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögumanns. Framkvæmt er reglubundið viðhald á prammanum, botnmálning, zinkun og annað tilfallandi viðhald. Viðlegan er staðsett í Austurhöfninni fyrir framan hin nýju glæsihús á Hafnartorgi. Er þetta eitt örfárra fljótandi húsa á Íslandi, að því er fram  kemur í Morgunblaðinu í dag

„Viðlegan heitir Móði og var í gamla daga keypt af Reykjavíkurhöfn og var búin bómu til hífinga, m.a. á spennum úr skipum, en þeir fóru í Búrfellsvirkjun á sínum tíma,“ segir Gísli Jóhann. Bóman var svo tekin af þegar hætt var að nota Móða til hífinga og síðar var hann útbúinn sem viðlega fyrir dráttarbátana.

„Í fyrstu var sett á hann lítið hús þar sem geymdur var ýmis búnaður fyrir bátana og því festist við hann nafnið Sléttan (tilvísun í Húsið á sléttunni) sem er enn notað þrátt fyrir að pramminn heiti Móði í skipaskrá, þar sem hann er skráður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert