Reisa 2.100 fermetra nýbyggingu við FB

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tekur vaxtarkipp með nýbyggingunni.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tekur vaxtarkipp með nýbyggingunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rúmlega 2.100 fermetra nýbygging á að rísa við Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB). Áætlaður stofnkostnaður vegna byggingarinnar nemur 1.058 milljónum kr. og skiptist svo, að ríkissjóður greiðir 60% en Reykjavíkurborg 40%.

Verður þetta gert samkvæmt samningi sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur undirrituðu í gær. 

Frá undirritun samningsins í gær.
Frá undirritun samningsins í gær. Ljósmynd/Mennta- og menningarmálaráðuneytið

„Þetta verður bylting fyrir nemendur og kennara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, markmiðið er að hér rísi fyrirmyndaraðstaða til kennslu, meðal annars í rafvirkjun og húsamíði. Það er ánægjulegt að geta stuðlað að svo mikilvægri uppbyggingu í góðri samvinnu. Það er mitt hjartans mál að við eflum iðn- og starfsmenntun í landinu og til þess þurfum við góða aðstöðu og skýra sýn til framtíðar. Ég óska skólanum til hamingju með þennan áfanga og hlakka til að fylgjast með framkvæmdunum,“ er haft eftir Lilju í tilkynningu um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert