Henti búslóðinni fram af svölunum

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt en rúmlega 100 mál voru skráð frá klukkan fimm síðdegis og til klukkan fimm í morgun. Fimmtán hávaðakvartanir bárust í nótt og voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna ölvunar- eða fíkniefnaaksturs.

Á meðal mála sem komu inn á borð lögreglu í nótt var mál manns í mjög annarlegu ástandi sem var að henda búslóð sinni fram af svölum þegar tilkynning barst lögreglu. Einhverjir hlutanna lentu á bifreiðum nágranna hans en atvikið átti sér stað í Breiðholti. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Tveir menn voru handteknir miðsvæðis í gær, grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Þeir voru báðir vistaðir í fangaklefa. 

Þá var ökumaður stöðvaður miðsvæðis í gær eftir að hafa mælst á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Fleiri sinntu ofsaakstri í nótt því ökumaður í Hafnarfirði var stöðvaður eftir að hafa verið mældur á 135 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert