Manndrápsmálið á borði saksóknara

Maðurinn hefur játað verknaðinn.
Maðurinn hefur játað verknaðinn.

Mál albansks karlmanns, sem játað hefur að hafa skotið samlanda sinn, Arm­ando Bequiri, til bana í Rauðagerði í febrúar, er komið á borð héraðssaksóknara.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í svari við fyrirspurn mbl.is. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá þessu.

Bequiri var ráðinn bani fyr­ir utan heim­ili sitt við göt­una rétt fyr­ir miðnætti 13. fe­brú­ar. Var hann skot­inn níu sinn­um með byssu, sem lög­regla fann í sjó við höfuðborg­ina.

Tekið var sér­stak­lega fram, á blaðamanna­fundi vegna máls­ins í lok mars, að fylgst yrði áfram með fram­vindu mála varðandi mögu­leg­ar hefnd­araðgerðir. Lög­regla tel­ur sig vita ástæðu morðsins en hef­ur ekki upp­lýst hana.

mbl.is