Sprenging í bókunum frá Bandaríkjunum

Farþegar í flugi Delta á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar í flugi Delta á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Vél Delta Air Lines lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en það var fyrsta áætlunarflug félagsins til Íslands í sumar. Ferðamenn hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands í sumar og hafa bókanir tekið að hrúgast inn.

Óvenjumikil umferð var á Keflavíkurflugvelli í gær. Níu vélar komu til landsins, frá níu mismunandi löndum.

Erling Aspelund, eigandi Iceland Encounter, segir að sprenging hafi orðið í bókunum þegar ríkisstjórnin tilkynnti að landamærin yrðu opin fyrir bólusettum farþegum frá ríkjum utan Schengen.

Hann segir áhugann meiri en þau áttu von á í upphafi og hann hafi strax greint annan tón í fólki í Bandaríkjunum. Erling hefur ekki greint mikinn áhuga frá Evrópu og Asíu enn, en býst við því að þeir markaðir muni taka við sér þótt það verði seinna. Bandaríkin eru komin einna lengst á veg í bólusetningum á heimsvísu og virðist það hafa haft jákvæð áhrif á ferðavilja fólks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert