Gróðureldurinn heldur á undanhaldi

Horft yfir gróðureldinn úr þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í kvöld.
Horft yfir gróðureldinn úr þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í kvöld. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segir gróðureldinn í Heiðmörk vera heldur á undanhaldi. Enn er þó töluvert verkefni fyrir hendi.

Að sögn varðstjóra verður haldið áfram að slökkva eldinn inn í nóttina.

Á vettvangi eru núna um 70 til 80 manns, sem er nokkur fjölgun frá því fyrr í kvöld. Kallað var eftir aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnessýslu, auk þess sem aukinn mannskapur hefur komið frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Spurður út í slökkvistarf þyrlu Landhelgisgæslunnar segir hann að bilun hafi orðið á slökkvibúnaði og hefur þyrlan því ekki verið virk síðustu tvo til þrjá klukkutímana.

Slökkviliðsmenn að störfum í Heiðmörk.
Slökkviliðsmenn að störfum í Heiðmörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert