Ísland af lista ESB um útflutningshömlur bóluefna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland er farið af af lista Evrópusambandsins um bann við útflutningi bóluefna frá ríkjum sambandsins til ríkja utan þess. Frá þessu greindi Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Önnur EES-ríki eru einnig farin af listanum.

Bannið hafði í raun engin áhrif hér innanlands og bárust þeir bóluefnaskammtar sem áttu að berast þrátt fyrir að Ísland væri á listanum ásamt öðrum EES-ríkjum sem eru utan ESB. Guðlaugur segir þó að það skipti máli að Ísland sé farið af listanum vegna þess að virða eigi EES-samninginn. 

„Ég átti meðal annars fund með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag. Í kjölfarið tilkynnti Ursula von der Leyen [forseti framkvæmdastjórnar ESB] að niðurstaðan væri sú að við færum af þessum lista. Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fengið í morgun þá hefur það verið gert,“ sagði Guðlaugur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert