Langir biðlistar eftir hjúkrunarrými

Hjúkrunarrými. Bregðast verður viðlöngum biðlistum eftir pláss.
Hjúkrunarrými. Bregðast verður viðlöngum biðlistum eftir pláss. mbl.is/Árni Sæberg

Ljóst er að ráðast þarf í heildstæða skoðun á öldrunarþjónustu þar sem jafnframt er litið til annarra úrræða en hjúkrunarrýma, að því er segir í samantekt embættis landlæknis um bið eftir hjúkrunarrými.

Sú vinna er að hefjast og verður þjónusta við vaxandi hóp aldraðra til umræðu á næsta heilbrigðisþingi. Stefnt er að því að opna ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Vestfjörðum og fagnar embættið þeirri áætlun.

Á fyrsta degi ársins 2021 voru 453 manns á biðlista eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými en fjöldinn var 404 í upphafi árs 2020. Heldur fækkaði á biðlista á öðrum ársfjórðungi 2020 samanborið við árin á undan en þá var að meðaltali 321 skráður á biðlista. Þegar líða tók á árið jókst fjöldinn aftur og á síðasta ársfjórðugi ársins 2020 var meðalfjöldinn kominn upp í 457 manns, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgnblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »