Sinubruni í Heiðmörk

Sinueldur kviknaði í Heiðmörk nú á fjórða tímanum og er viðbúnaður slökkviliðs mikill. Varðstjóri slökkviliðs segir að enn logi eldar bjart og að bruninn sé erfiður viðfangs. Honum þykir líklegt að komi til vegalokana á svæðinu á einhverjum tímapunkti.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er þyrlan TF-EIR á flugi yfir Heiðmörk þar sem hún aðstoðar við slökkvistarfið.

Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði upphaflega við mbl.is að eldurinn væri ekki umfangsmikill en nú virðist eldurinn hafa orðið erfiðari viðfangs. Ekkert er enn vitað um upptök eldsins eða hvernig hann kviknaði.

Ljósmyndara mbl.is var þó meinaður frekari aðgangur að svæðinu rétt áðan af lögreglu.

Reyk leggur frá Heiðmörk og sést hann vel úr Hádegismóum og víðar á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðsmenn á vettvangi nú á fimmta tímanum.
Slökkviliðsmenn á vettvangi nú á fimmta tímanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sinubruni í Heiðmörk nú síðdegis.
Sinubruni í Heiðmörk nú síðdegis. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lögregla er með viðbúnað á svæðinu og hefur lokað minni …
Lögregla er með viðbúnað á svæðinu og hefur lokað minni vegum sem liggja upp að vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sinubruni í Heiðmörk.
Sinubruni í Heiðmörk. mbl.is/Guðlaug
mbl.is

Bloggað um fréttina