Börðu aldraðan einstakling til óbóta og rændu

Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki.
Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki. Eggert Jóhannesson

Klukkan 16:51 í dag var tilkynnt um rán í hverfi 104 í Reykjavík í dag. Þrír aðilar réðust að öldruðum einstakling með bareflum, stálu af honum ýmsum munum, brutu gleraugu hans, börðu hann til óbóta og skildu hann eftir í blóði sínu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem segist líta málið alvarlegum augum. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki. 

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að síðdegis í dag einstaklingur hafi verið handtekinn og færður í fangaklefa eftir að hafahaft í hótunum við starfsmann verslunar í Árbæ í Reykjavík. Var hann með mikinn yfirgang og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. 

Þá voru þrjú tilvik aksturs undir áhrifum, einn undir áhrifum áfengis og tveir undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem kom upp um sig eftir að hafa fyllt bíl sinn með eldsneyti og keyrt af stað, enn með bensíndæluna í tankopi bílsins. 

mbl.is