Óvenju hár kvikustrókur eftir langt hlé í morgun

Hæsti hluti gígsins er í 276 metra hæð.
Hæsti hluti gígsins er í 276 metra hæð. Kristinn Magnússon

Smávægilegrar breytingar varð vart á óróamælingum við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan 4.40 í morgun, en um leið fór að líða lengri tími á milli kvikustrókanna í megingígnum.

Fram að því höfðu um tíu mínútur jafnan liðið á milli kvikustróka en eftir breytinguna leið upp undir hálftími á milli.

Frá þessu greinir Veðurstofan í tísti. Segir þar að eftir slíkt hlé, klukkan 5.40 árdegis, hafi komið óvenju hár kvikustrókur sem virðist hafa farið upp fyrir 460 metra hæð yfir sjávarmáli.

Hæsti hluti gígsins er í 276 metra hæð yfir sjávarmáli og strókurinn hefur því náð að minnsta kosti tæpa 200 metra upp frá hæsta gígbarminum.

Eða eins og nemur rúmlega tveimur og hálfri Hallgrímskirkju.

Sjá eldgosið í beinni

mbl.is