Ríkissjóður fiskar á strandveiðum

Vænum þorskafla landað.
Vænum þorskafla landað. Ljósmynd/Raufarhafnarhöfn

Eftir fyrsta dag strandveiða á mánudag lönduðu 111 bátar af 233 afla umfram það sem leyfilegt er að koma með að landi.

Heimilt er að landa 774 kílóum af óslægðum þorski, en 82 bátar voru með yfir 800 kíló og alls nam umframaflinn í þorski 9,9 tonnum.

Ekki er sektað vegna slíkra brota, en verðmæti umframafla rennur í ríkissjóð og má áætla að ríflega 2,5 milljónir hafi runnið í ríkissjóð á strandveiðum mánudagsins, miðað við að 253 krónur hafi fengist fyrir kílóið, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »