„Spennandi fréttir“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hlakka til þess að sjá byggingu Norðurslóðaseturs í Reykjavík rísa.

„Þetta eru spennandi fréttir og ég hlakka til að sjá þetta verkefni verða að veruleika,” tísti Katrín á Twitter í tilefni af færslu Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um málið.


Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að skipa nefnd um und­ir­bún­ing að stofn­un og bygg­ingu setursins sem yrði kennt við Ólaf Ragn­ar. Áformin eru í sam­ræmi við til­lög­ur Græn­lands­nefnd­ar ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra en þar er lagt til að Norður­slóðaset­ur verði framtíðar­heim­ili Hring­borðs norður­slóða – Arctic Circle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert