Um 358 milljónir á ári í girðingar

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Heildarkostnaður opinberra aðila við girðingar á árabilinu 2015 til 2020 nam 2.149 milljónum króna. Það gerir um 358 milljónir á ári og má ætla að þessi kostnaður sé vanáætluður frekar en hitt.

Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um umbætur og hagræðingu vegna girðinga í eigu hins opinbera til umhverfis- og auðlindaráðherra. Í skýrslunni segir að starfshópurinn telji mikilvægt að tengja saman ólíka hagsmuni, t.d. sauðfjárbúskap, landvernd, ferðaþjónustu, umferðaröryggi og skógrækt.

Enn fremur geti falist tækifæri í því að sameinast um að girða ákveðin landsvæði af til beitar en annars staðar geti tækifæri falist í því að banna lausagöngu búfjár, en styrkja eigendur búfjár jafnframt til þess að girða sitt búfé af, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »