Yfirlið algengari hjá yngri kynslóðum

Nokkuð var um yfirlið eða yfirliðatilfinningu sem viðbrögð við bólusetninu …
Nokkuð var um yfirlið eða yfirliðatilfinningu sem viðbrögð við bólusetninu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Jú það var slatti í dag,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um að nokkrum fjölda fólks hafi verið fylgt afsíðis eða leiðbeint að leggist á gólfið við vegna viðbragða við bólusetningu í dag. 

Bólusett var með bóluefni frá Janssen í dag, þar sem einungis þarf eina sprautu. Kennarar og leiðbeinendur, áhafnir flugvéla og skipa, starfsmenn ýmsu félagslegur starfi og jaðarhópar voru bólusett í dag. 

„Við sáum líka mikið um þetta þegar við vorum að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila, þá var mikið af fólki af yngri kynslóðum. Núna erum við aftur með yngri kynslóðir í dag, það er eins og þetta sé meira hjá þeim,“ segir Ragnheiður Ósk. 

Fólk borði og drekki fyrir bólusetningu

Ragnheiður segir að þetta sé líklega viðbragð við stungunni frekar en einhver virkni á yngra fólk, enda tæki það lengri tíma að koma fram. Hún áréttar að fólk borði og drekki áður en það mætir í bólusetningu. 

„Það er ekki gott að vera svangur og þyrstur í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk. Hún segir viðbrögð á borð við yfirliðatilfinningu eða oföndun ekki alvarleg nema fólk detti illa. 

Ragnheiður segir fólk yfirleitt frekar fá yfirliðatilfinningu eða oföndun en ekki að það missi meðvitund. „Það hefur alveg steinliðið yfir fólk líka,“ segir hún.

Eftir að fólk er sprautað situr að í sæti sínu í nokkrar mínútur áður en því er leiðbeint að standa upp. Það segir Ragnheiður vera til þess að ganga úr skugga um að fólk fái ekki bráðaofnæmisviðbrögð sem eru hættuleg.

„Þau hafa eiginlega ekkert komið upp hjá okkur, bara væg einkenni sem líða hjá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert