Hressileg fækkun í einangrun

Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Nú eru 139 í einangrun á Íslandi og því smitaðir af Covid-19 en voru 173 í gær. Alls greindust tvö kórónuveirusmit innanlands í gær og voru báðir í sóttkví. Smitin komu bæði upp á Vesturlandi þar sem þar eru nú þrír í einangrun en einn í gær. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 94 í einangrun og 38 á Suðurlandi. Þrjú smit eru á Suðurnesjum og eitt á Norðurlandi eystra.

Ekkert smit greindist á landamærunum en alls voru tekin 348 sýni þar. Innanlands var 1.241 skimaður í gær. 

Tvö börn á fyrsta ári eru með smit, 18 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 10 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fjögur í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 19 smit, 31 smit er í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 31 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 16 smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, 7 meðal fólks á sjö­tugs­aldri og einn á átt­ræðis­aldri er með Covid-19.   

Fimm eru á sjúkrahúsi með Covid og er það sami fjöldi og síðustu daga.

Innanlands er 261 í sóttkví og 1.159 eru í skimunarsóttkví.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert