Stóraukin umferð á Hringveginum

Frá áramótum hefur umferðin aukist um 13,6 prósent.
Frá áramótum hefur umferðin aukist um 13,6 prósent. mbl.is/RAX

Umferðin á Hringveginum jókst mikið í seinasta mánuði samanborið við aprílmánuð í fyrra eða um rúm 37%. Mest jókst umferðin um Norðurland eða um 74,5% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða um 26,1%.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Vegagerðarinnar um umferðina í apríl. Þar má sjá að aukning varð á öllum 16 talningarstöðum á Hringveginum í seinasta mánuði en þó hvergi meira en við Gljúfurá, sunnan Blönduóss, en þar jókst umferðin um 100,4% miðað við sama tíma á seinasta ári og minnst jókst umferðin við Úlfarsfell eða um 22,0%.

Hefur umferðin aukist um 13,6% frá áramótum en bent er á að þrátt fyrir þessa miklu aukningu sé umferðin á Hringveginum tæplega 6% undir því sem hún var árið 2019. Miðað við fjóra fyrstu mánuði ársins er talið að umferðin gæti aukist um 7% á Hringveginum yfir allt þetta ár. „Gangi sú spá eftir og umferðin borin saman við árið 2019 væri hún 7% minni. Svo enn eru ekki teikn á lofti um að umferðin nái fyrri ,,styrk“ nú í ár, sem aftur leiðir hugann að tengslum hennar við hagvöxtinn og þá má draga þá ályktun að umsvif þjóðfélagsins muni ekki aukast það mikið í ár að þau verði jafnmikil og þau voru árið 2019,“ segir þar enn fremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert