Þrír Íslendingar eru í hópnum

Í Austurríki eru mörg vinsæl skíðasvæði og fólk hefur flykkst …
Í Austurríki eru mörg vinsæl skíðasvæði og fólk hefur flykkst þangað í vetrarfríum. Kórónuveirufaraldurinn dró stórt strik yfir þær ferðir. AFP

Alls 6.179 ferðamenn frá 48 löndum í sex heimsálfum, sem heimsóttu Týról í Austurríki í febrúar og mars 2020 þegar kórónuveiran breiddist þar út eins og eldur í sinu, hafa gefið austurrísku neytendasamtökunum Der Verbraucherschutzverein (VSV) í Vín skýrslu. Þrír Íslendingar eru þeirra á meðal.

Langflestir í hópnum eru frá Þýskalandi eða 3.981. Þar á eftir koma 798 Hollendingar, 229 Austurríkismenn, 223 frá Stóra-Bretlandi, 162 Belgar, 156 Svisslendingar, 85 Danir, 73 Svíar og 52 Norðmenn svo stærstu hóparnir séu taldir upp. Flestir, eða 73%, höfðu dvalið í skíðabænum Ischgl. Langflestir í hópnum, eða 80%, reyndust hafa smitast af Covid-19, samkvæmt upplýsingum frá VSV.

Af þeim sem gáfu skýrslur þurftu 42 að dvelja á gjörgæsludeild og 109 að liggja á sjúkrahúsi. Dauðsföll sem tengdust einhverjum í hópnum voru 32 talsins, flest á meðal Þjóðverja eða 22. Á meðal hinna látnu voru einn Dani og einn Norðmaður.

Dr. Peter Kolba, formaður VSV, segir að um 1.500 úr hópnum hafi nú þegar veitt VSV umboð til að fara með mál sín fyrir dómstóla. Meira en eitt þúsund þeirra eiga aðild að rannsókn saksóknarans í Innsbruck. Mál þeirra verða því könnuð nánar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »