VG stefna á að fresta stjórnarkjöri fram í ágúst

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsfundur Vinstri grænna fer fram í dag og á morgun. Mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars flytja ræðu og Nicola Sturgeon, for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, flytur ávarp. Ekkert verður þó af stjórnarkjöri sem og formannskjöri hjá flokknum eins og jafnan er á landsfundi.

Síðasti dagskrárliður fundarins varpar nánara ljósi á þetta, en þar segir: „Fundi frestað ef tillaga stjórnar um framhaldslandsfund í ágúst er samþykkt.“

Það þýðir að framhald fundarins verður, ef landsfundurinn samþykkir tillöguna, haldinn í ágúst og þar er stefnt að hefðbundnu kjöri. Stutt verður þá í alþingiskosningar, en þær verða haldnar 25. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert