Vígbjuggust gegn hvor öðrum

Landsréttur staðfesti í dag héraðdóm yfir tveimur mönnum fyrir líkamsárás …
Landsréttur staðfesti í dag héraðdóm yfir tveimur mönnum fyrir líkamsárás og tilraun til líkamsárásar. mbl.is/Hanna

Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir tveimur mönnum sem dæmdir voru í annars vegar tíu mánaða og hins vegar sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og tilraun til líkamsárásar. Annar mannanna var einnig brotaþoli í málinu. 

Tom Dedaj var sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. hegningarlaga með því að hafa slegið hinn ákærða í málinu, Tonin Zefi, með hafnaboltakylfu í höfuðið. Þá var Zefi sakfelldur fyrir tilraun til brots gegn 2. mgr. 218. gr. hegningalaga með því að hafa lagt til Dedaj í tvígang með hníf. 

Ekki var fallist á þá vörn ákærðu að háttsemi þeirra hefði helgast af neyðarvörn. 

Í dómi Landsréttar sagði meðal annars að báðir hefðu ákærðu haft ýmsa aðra kosti en að vígbúast og mæta hinum með þeim hætti sem þeir gerðu. 

Fullnustu sjö mánaða refsingar Dedaj var frestað skilorðsbundið í tvö ár auk þess sem honum var gert að greiða Zefi 200 þúsund krónur í skaðabætur. Þá var fullnustu refsingar Zefi frestað skilorðsbundið í tvö ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert