47 sjúkraflutningar í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 125 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 125 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt og voru sjúkraflutningarnir alls 47 talsins.

Að sögn varðstjóra var álagið mest í byrjun vaktar og á fyrstu fjórum klukkutímunum á næturvaktinni voru sjúkraflutningarnir orðnir 33 talsins. Hann segir að flestir sjúkraflutninganna hafi verið vegna veikinda í heimahúsum og minni háttar óhappa.

Slökkviliðið sinnti alls 125 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn og fjögur útköll voru á dælubíla á sama tímabili.

mbl.is