„Elísabet er nefnilega dáin“

Ný bylgja #metoo ríður nú yfir netheima.
Ný bylgja #metoo ríður nú yfir netheima. mbl.is

Dóttir mín Sólveig Elísabet Segler Guðbjörnsdóttir getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin.“ 

Á þessum orðum hefst færsla Guðbjörns Guðbjörnssonar, yfirtollvarðar og óperusöngvara, sem hann birti í gær á facebooksíðu sinni.

Í færslunni, sem Guðbjörn veitti mbl.is góðfúslegt leyfi til að birta, rifjar hann upp mál dóttur sinnar sem svipti sig lífi í kjölfar raðar áfalla tengdra því að hafa verið nauðgað. 

Dóttir Guðbjörns hafði áður sjálf greint frá nauðgun sinni. 

Elísabet, dóttir Guðbjörns, kærði nauðgara sinn sem hann segir að hafi verið „huggulegur ungur strákur sem spilaði meira að segja fótbolta og kom úr „high society“ í Reykjavík. Faðirinn er „akademíker“ og móðirin var áberandi pólitíkus og listaspíra í borginni úr aðal „hipp & kúl“ stjórnmálaflokknum á þeim tíma“.

Geðheilbrigðiskerfið brást

Maðurinn var sýknaður í héraði og í Hæstarétti. Guðbjörn rekur einnig hvernig geðheilbrigðiskerfið brást dóttur hans í færslunni. 

Elísabet reyndi að leita sér hjálpar hjá geðdeild Landspítalans. Þar fann hún enga hjálp. Hún var lögð nokkrum sinnum á bráðamóttöku LSH í einhvers konar geðrofi og vandræðum eða eftir sjálfsmorðstilraunir og þar var ekki neina hjálp að finna. Elísabet var að mati geðheilbrigðiskerfisins ekki þess virði að hjálpa eða bjarga, enda að þeirra mati ekki í „viðkvæmum hóp“ eða með frægt podcast.

Nóttina sem henni tókst að binda enda á þjáningar sínar var henni hent út af bráðamóttöku LSH snemma morguns og út á bílaplanið. Hún komst heim við illan leik og um tveimur klukkustundum síðar var hún farin frá okkur.“

Lesa má frásögn Guðbjörns í heild sinni hér:

mbl.is