Fær rúmar 9,5 milljónir fyrir miðann

Einn Íslendingur datt í lukkupottinn þegar dregið var út í samevrópska lottóinu Eurojackpot í gærkvöldi. Skiptir hann þriðja vinningi með sextán öðrum og fær í sinn hlut rúmlega 9,5 milljónir íslenskra króna.

Fyrsti vinningur hljóðaði upp á tæpa 7,3 milljarða króna og gekk sá ekki út.

Tveir Íslendingar voru með fjórar réttar tölur af fimm í jókernum. Fær hvor um sig hundrað þúsund krónur fyrir vikið, en miðarnir voru báðir keyptir á vef lottó, lotto.is.

mbl.is