Skjálfti mældist suðaustur af Heiðmörk

Skjálftinn varð suðaustur af Heiðmörk og þar með höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftinn varð suðaustur af Heiðmörk og þar með höfuðborgarsvæðinu. Kort/map.is

Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 reið yfir seint á fimmta tímanum í nótt og átti upptök sín skammt suðaustur af Heiðmörk, vestur af Vífilsfelli.

Varð hann á 4,2 kílómetra dýpi samkvæmt mælingum Veðurstofunnar.

Ekki hafa orðið skjálftar á þessu svæði undanfarna viku. Síðastliðinn mánuð hafa aðeins fáeinir skjálftar orðið í grenndinni en enginn jafn sterkur og þessi.

Varð einn þeirra 23. apríl og mældist 1,1 að stærð. Tveir aðrir fylgdu þann 28. apríl og mældust þeir 1,3 og 1,7 að stærð.

Skjálftarnir urðu nokkurn veginn á mörkum eldstöðvakerfisins sem kennt er við Brennisteinsfjöll, ef miðað er við kortið hér að neðan. 

Eld­stöðva­kerfi á Reykja­nesskaga eru lituð bleik og fleka­skil­in rauð. Jarðhita­svæði …
Eld­stöðva­kerfi á Reykja­nesskaga eru lituð bleik og fleka­skil­in rauð. Jarðhita­svæði eru gul. Sprungu­sveim­ar Hengils til norðaust­urs, og Reykja­ness til suðvest­urs, eru svart­ir. Kort/​Nátt­úru­vá á Íslandi
mbl.is