Sprengjuhótun við RÚV

mbl.is/Eggert

Hringt var í Ríkisútvarpið rétt eftir klukkan sjö í gærkvöldi og tilkynnt um að sprengja ætti að springa síðar um kvöldið við húsnæði fjölmiðilsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en sá sem hringdi var handtekinn síðar um kvöldið.

Lögregla fylgdist vel með húsi RÚV og var leitað í kringum húsið en ekkert óeðlilegt fannst og ekkert varð úr hótununum.

mbl.is