Gervihnattarmynd sýnir hvernig hraunið rennur

Innrauða myndin sýnir flæðið vel.
Innrauða myndin sýnir flæðið vel.

Mynd, sem tekin var úr gervitungli bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og bandarísku jarðvísindastofnunarinnar USGS í hádeginu í dag, sýnir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli afar vel.

Á innrauðri mynd gervitunglsins kemur sá farvegur hraunsins, þar sem það rennur um þessar mundir, einkar vel í ljós.

Í færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands segir að hraunið bæti stöðugt við sig, einkum í Meradölum og í nafnlausa dalnum, en einnig að nokkru syðst í Geldingadölum.

Merkt hefur verið inn á mynd bandarísku stofnananna.
Merkt hefur verið inn á mynd bandarísku stofnananna.
mbl.is