Handtekinn með þýfi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun ökumann sem er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, akstur sviptur ökuréttindum og vörslu þýfis. Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Tveir ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir af lögreglunni í morgun vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þeir voru einnig látnir lausir eftir sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert