Willum Þór sigraði í Suðvesturkjördæmi

Willum Þór Þórsson tók fyrsta sætið í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri …
Willum Þór Þórsson tók fyrsta sætið í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri framsóknarmanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hreppti fyrsta sætið í prófkjöri flokksins sem fór fram um helgina og lauk í gær. Hlaut hann 308 atkvæði i fyrsta sæti.

Willum gaf einn kost á sér í fyrsta sæti, en Linda Hrönn Þórisdóttir, stjórnandi hjá Barnaheillum og Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, sóttust eftir öðru sætinu. Ágúst hreppti annað sætið, en Linda náði ekki í efstu fimm sætin.

Kristín og Ívar í 4. og 5. sæti

Heildarniðurstaða prófkjörsins var eftirfarandi:

1. sæti, Willum Þór Þórsson alþingismaður. Hann fékk 308 atkvæði í 1. sæti.

2. sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson, form. bæjarráðs. Hann fékk 262 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. sæti, Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og samskiptaráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneytinu. Hún fékk 226 atkvæði í 1.–3. sæti.

4. sæti, Kristín Hermannsdóttir háskólanemi. Hún fékk 198 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti, Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og háskólanemi. Hann fékk 247 atkvæði í 1.-5. sæti.

Aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu voru Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, og Þórey Anna Matthíasdóttir ökuleiðsögumaður.

mbl.is