Metþátttaka í fyrstu brautaraksturskeppni sumarsins

140 manns kepptu í brautarakstri um helgina.
140 manns kepptu í brautarakstri um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Metþátttaka var í á fyrstu brautaraksturskeppni sumarsins á vegum mótorsporthreyfingarinnar Enduro Fyrir Alla, sem fór fram um helgina í Syðra-Langholti skammt frá Flúðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræsti keppendur í ár en Syðra-Langholt er einmitt heimabær hans. 

Hátt í 140 keppendur voru skráðir til leiks og keppt var í þremur flokkum; karlaflokki, kvennaflokki og liðaflokki.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ræsti keppnina. Við hlið …
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ræsti keppnina. Við hlið hans er Einar Sverrir Sigurðarson, stofnandi Enduro Fyrir Alla. Ljósmynd/Aðsend

Níutíu mínútna leið 

Sigurvegari í karlaflokki var Eyþór Reynisson á Yamaha og sigurvegari í kvennaflokki var Aníta Hauksdóttir á KTM en úrslit í liðakeppni verða birt í lok tímabilsins.

Keppendur óku eftir 11 kílómetra braut þar sem reyndi á hæfni og þol en aksturinn tók um 90 mínútur. 

Enduro fyrir alla var stofnað af Einari Sverri Sigurðarsyni, Daða Þór Halldórssyni, Jónatan Þór Halldórssyni og Pétri Smárasyni til að auðvelda áhugafólki í mótorsporti að taka þátt í mótum sér til skemmtunar.

Keppendum hefur fjölgað jafnt og þétt með hverri keppni og stefnir í metþátttöku í sumar. Bílavarahlutafyrirtækið Stilling hf. og Liqui Moly þýski bætiefna- og olíuframleiðandinn hafa verið bakhjarlar mótaraðarinnar síðan hún var stofnuð 2020.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert