Níu í framboði Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður í júní næstkomandi.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður í júní næstkomandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Níu frambjóðendur munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer dagana 16. og 19. júní næstkomandi. Í prófkjörinu velja þeir sem taka þátt fjóra frambjóðendur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjálftæðisflokknum.

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi kom saman í gærkvöldi og fór yfir þau framboð sem bárust og voru þau öll úrskurðuð gild.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er hér sem segir:

  • Bergþóra Ingþórsdóttir
  • Bjarni Pétur Marel Jónasson
  • Guðrún Sigríður Ágústsdóttir
  • Haraldur Benediktsson
  • Magnús Magnússon
  • Sigríður Elín Sigurðardóttir
  • Teitur Björn Einarsson
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
  • Örvar Már Marteinsson

Hér má finna nánari upplýsingar um frambjóðendur.

mbl.is