Opnun ræðst af vindátt

Gosstöðvarnar í Geldingadölum voru lokaðar í dag.
Gosstöðvarnar í Geldingadölum voru lokaðar í dag. Ljósmynd/Ólafur Þórisson

„Þetta er farið að spýja sig harðar og henda út grjóti og svona. Það eru farin að birtast nornahár hérna í bænum,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Nornahár eru örþunnar glernánar sem myndast í eldgosum þegar kvika kemur upp úr gosopi. 

Ákveðið verður á morgun hvort að gosstöðvarnar í Geldingadölum verði opnaðar. Að sögn Boga  fer það fyrst og fremst eftir vindátt hvort að hægt verði að opna. 

Tekin var ákvörðun um að loka gosstöðvunum í morgun. Ástæða þess var annars vegar gróðureldar sem hafa verið viðvarandi vegna þurrka og aukinnar gosstrókavirkni í einum gíg gossins, og hins vegar vegna viðhaldsþarfar. 

Borgi segir að eftirlit á gosstöðvunum hafi verið minniháttar í dag. Vindáttin hafi verið þannig að mengun frá gróðureldum í grennd við gosið hafi lagst yfir gönguleiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert