Þrengja að maíspokunum

Sem fyrr munu verslanir geta boðið þessa poka til sölu …
Sem fyrr munu verslanir geta boðið þessa poka til sölu annars staðar. mbl.is/Golli

Frá og með 3. júlí næstkomandi munu verslanir ekki hafa niðurbrjótanlega burðarpoka til sölu á afgreiðslusvæðum sínum. Ný lög sem byggjast á tilskipunum Evrópusambandsins girða fyrir það.

Pokarnir, sem oft eru nefndir maíspokar í daglegu tali, hafa náð mikilli útbreiðslu í aðdraganda þess að verslunum var bannað að selja plastpoka sem burðarpoka undir vörur sínar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að bannið nú sé tilkomið vegna þess að maíspokarnir innihaldi í raun plast samkvæmt skilgreiningu efnafræðinga. Þótt pokarnir séu niðurbrjótanlegir geti þeir ógnað lífríkinu.Verslanir mega áfram selja maíspokana, rétt eins og plastpoka, en þó ekki á skilgreindum kassasvæðum. Umhverfisstofnun hvetur fólk til að gangast hringrásarhagkerfinu á hönd, sem feli í sér stóraukna notkun margnota poka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert