Fjórir ákærðir í Rauðagerðismálinu

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Fjórir sakborningar verða ákærðir í tengslum við morðið á Armando Beqiri sem framið var í Rauðagerði um miðjan febrúar. 

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtalið við mbl.is. Rúv greindi fyrst frá. 

Kolbrún getur ekki tjáð sig, að svo stöddu, um kyn, þjóðerni eða aldur sakborninganna þar sem sakborningum hefur ekki enn verið formlega birt ákæra. 

Ekki liggur heldur fyrir hver er ákærður fyrir hvað. 

Albanskur karlmaður sem játað hefur að hafa myrt Armando situr í varðhaldi. 

mbl.is