Gróðureldar við Hvaleyrarvatn

Gróðureldarnir sjást langt að. Hér er horft yfir Vífilstaðavatn í …
Gróðureldarnir sjást langt að. Hér er horft yfir Vífilstaðavatn í átt að Hafnarfirði. Ljósmynd/Baldvin

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú við Hvaleyrarvatn þar sem gróðureldar hafa kviknað.

Að sögn varðstjóra slökkviliðs var ekki hægt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu og því er ekki neitt vitað um umfang brunans né upptök hans. 

Gróðureldarnir eru þeir þriðju sem kvikna á suðvesturhorninu í dag.

Uppfært 16:12

Búið er að ná tökum á gróðureldunum að sögn varðstjóra slökkviliðs. Eldarnir voru minniháttar að hans sögn en það hefði samt sem áður getað farið illa. Nú er aðeins verið að slökkva í glæðum eldanna og verið að leggja lokahönd á slökkvistarfið. 

mbl.is