Lögreglan rannsakar Onlyfans

AFP

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú hvort efni sem Íslendingar setja á samfélagsmiðilinn Onlyfans flokkist sem framleiðsla og sala á klámi. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa fjölmargir Íslendingar tekjur af því að selja nektarmyndir og myndbönd á Onlyfans. „Það er verið að taka stöðuna á þessu með öðrum verkefnum. Það er mikið skilgreiningaratriði í dag hvað er klám,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við Fréttablaðið.

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar, telur hægt að heimfæra efni á Onlyfans undir ákvæði almennra hegningarlaga um bann við sölu á klámi. „Ég myndi líta svo á að öll svona framleiðsla sem er búin til og dreift á netið myndi hugsanlega flokkast þar undir,“ segir Hulda enn fremur í viðtali við Fréttablaðið en hægt er að lesa fréttina þar í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert