Ocean Diamond siglir á ný við Ísland

Ocean Diamond mun hefja siglingar við Ísland 11. júlí nk.
Ocean Diamond mun hefja siglingar við Ísland 11. júlí nk. mbl.is/Styrmir Kári

Fjórar útgerðir hafa boðað komur farþegaskipa til Reykjavíkur í sumar. Þær hafa allar hug á hringsiglingum kringum landið. Farþegar koma til landsins í gegnum Leifsstöð og farþegaskipti verða í Reykjavík.

Meðal útgerðanna er félagið Iceland ProCruises sem gerir út leiðangursskipið Ocean Diamond. Það skip hefur siglt við Ísland nokkur undanfarin ár en gerði það ekki í fyrra vegna heimsfaraldursins.

„Nokkuð er enn þá bókað af komum farþegaskipa en afbókanir berast með stuttum fyrirvara. Áhugi á komum til Reykjavíkur er mikill þegar áhrifum farsóttar sleppir. Fjórar útgerðir hafa boðað komur skipa með farþegaskipti sem er jákvæð þróun fyrir ferðaþjónustu almennt,“ segir í bókun á síðasta stjórnarfundi Faxaflóahafna.

Á heimasíðu Iceland ProCruises má sjá að í boði eru sex ferðir í kringum Ísland og tvær ferðir til Grænlands. Fyrsta ferðin verður farin 11. júlí og stendur yfir í 10 daga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »