Stöku skúrir eða slydduél í dag

Kort/Veðurstofa Íslands

Fremur hægur vindur og víða bjart veður en líkur á stöku skúrum eða slydduéljum á Suðaustur- og Austurlandi í dag og á sunnanverðu landinu á morgun. Hiti 0 til 9 stig yfir daginn, mildast suðvestanlands en frost um mestallt land í nótt.

Austangola eða -kaldi og skúrir eða slydduél á fimmtudag og föstudag en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Áfram svalt í veðri að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur í dag og næstu daga.

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Víða bjartviðri í dag en stöku skúrir eða slydduél á SA- og A-landi. Hiti 0 til 9 stig, mildast SV-lands, en næturfrost um mestallt land.

Fremur hæg breytileg átt og bjart veður á morgun en skúrir eða slydduél á stöku stað S-til. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn.

Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum en skúrir eða slydduél á stöku stað S-til. Hiti 1 til 9 stig yfir daginn, mildast SV-lands en víða næturfrost.

Á fimmtudag (uppstigningardag) og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir eða slydduél, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Norðaustanátt og bjart með köflum V-til, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 1 til 7 stig að deginum.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustanátt, skýjað og dálítil rigning eða slydda SA- og A-lands. Hiti 1 til 9 stig, mildast á SV-landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert