Vill tengja hálendið með stofnvegi

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Arnþór

Ég álít að eitt af brýnu verkunum varðandi umferð á hálendinu sé að taka stefnumarkandi ákvörðun um tengingu hálendisins norðan Vatnajökuls við Sprengisandsleið með stofnvegi,“ sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, undir liðnum störf þingsins í dag. 

Líneik, sem situr í umhverfis- og samgöngunefnd, fór yfir málþing á vegum Vegagerðarinnar sem haldið var í morgun um þjóðvegi á hálendinu. 

Hún sagði málþingið hafa verið gott en kallaði eftir umræðum um vegi nroðan Vatnajökuls. 

Ef vilji er til að tryggja aðgengi að náttúruperlum eins og Kverkfjöllum, Herðubreið og Öskju án þess að spilla náttúru, verður að fara í þetta verkefni,“ sagði Líneik Anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert