Áhugi á vetnisverksmiðju

Vetnisframleiðsla er talin umhverfisvænn valkostur.
Vetnisframleiðsla er talin umhverfisvænn valkostur. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að reisa vetnis- og vetnisafleiðuverksmiðju til útflutnings frá Grundartanga. Orkuþörfin gæti orðið meira en 200 megavött.

Hafa Faxaflóahafnir, eins og fram kemur í fundargerð stjórnar fyrirtækisins, hafið vinnu við mat á umhverfisáhrifum til að hraða ferli mögulegs verkefnis.

„Þróunarfélagið á Grundartanga hefur um nokkurt skeið verið með verkefni í gangi um rafeldsneytisframleiðslu og okkur hefur nú borist fyrirspurn um slíka framleiðslu,“ segir Magnús Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Magnús telur áhugann það mikinn að ekki sé ólíklegt að af verkefninu verði á næstu árum. Magnús segir vetnisframleiðslu umhverfisvænan kost og mögulega verði hægt að nota koltvísýring í frekari framleiðslu á vetnisafleiðum sem henta betur til flutnings og sem beislaður yrði úr þeim orkufreka iðnaði sem til staðar er á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert