Beint: Fundur um ljósleiðara fyrir dreifbýli

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hefur fundinn.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hefur fundinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptasjóður standa að kynningarfundi um árangur og samfélagslegan ávinning af landsátakinu Ísland ljóstengt.

Fundurinn er haldinn í tilefni af úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli átaksins um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Honum verður streymt í beinni hér að neðan.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna árangur síðustu ára og fara yfir helstu niðurstöður skýrslu um samfélagslegan ávinning verkefnisins fyrir dreifbýli landsins.

Fleiri munu taka til máls, eins og dagskráin ber með sér:

  • 13.00 – Samfélagslegur ávinningur af verkefninu Ísland ljóstengt
    Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
  • 13.15 – Ísland ljóstengt – nálgun og umfang
    Páll Jóhann Pálsson, formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs
  • 13.25 – Reynslusögur frá sveitarfélögum
    Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar
    Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar
  • 13.35 – Skýrsla um samfélagsleg áhrif af verkefninu Ísland ljóstengt
    Vífill Karlsson, hagfræðingur

Alls hafa 6.200 staðir verið tengdir með ljósleiðara en ríkið hefur lagt fram 3.350 milljónir kr. til verkefnisins frá árinu 2016. Verkefnið hefur staðist allar áætlanir um umfang, kostnað og tíma, að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert