Fyrstu styrkjaúthlutun lokið

Skriðuföllin á Seyðisfirði í desember síðastliðnum settu líf bæjarbúa umtalsvert …
Skriðuföllin á Seyðisfirði í desember síðastliðnum settu líf bæjarbúa umtalsvert úr skorðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta úthlutun styrkja úr Hvatasjóði Seyðisfjarðar hefur nú farið fram og hlutu alls 21 fyrirtæki og einstaklingar styrki til að styðja við atvinnuuppbyggingu í byggðalaginu. Alls bárust 34 umsóknir frá 26 aðilum um ríflega 226 milljónir en til úthlutunar voru 55 milljónir. Lögð var áhersla á að koma til móts við þá sem urðu fyrir tjóni, koma að atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og samfélagslega mikilvægum verkefnum.

Þetta er tilkynnt á vef Austurbrúar.

Styrkirnir eru veittir til atvinnuskapandi verkefna með áherslu á að með því að virkja frumkvæði íbúa og annarra sem tengjast byggðarlaginu og koma til móts við þá atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri sem orðið hafa fyrir tjóni.

Hæsta styrkinn, 20 milljónir króna, fékk Stjörnublástur til kaupa og uppsetningar á sérhæfðum sandblástursklefa. Það er sagt mæta tjóni sem sem urðu í skriðuföllunum í desember síðastliðnum og tryggir áframhaldandi vinnu í fyrirtækinu, sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu sem annars hefðu þurft að leita út fyrir bæjarfélagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert